Skilmálar

 

Greiðsla

Við tökum við greiðslu með debet og kreditkortum í gegnum greiðslugátt frá Rapyd Europe hf. Einnig er hægt að millifæra beint í heimabanka eða notast við greiðsluleið Netgíró. 

Almennt
Pro-Active áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. 

Afhending vöru
Stuttur afhendingartími skiptir okkur miklu máli og kappkostum við að því að allir fái vörurnar sínar sem fyrst í hendur.

Pantanir eru afgreiddar alla virka daga.

Afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins og Dropp gilda um afhendingu pantana. Pro-Active ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Pro-Active til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda eða þess flutningsfyrirtækis sem við á.

Skilað og skipt
Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.

Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Vörur sem verslaðar eru með afslætti í útsöluhorni verslunar fást ekki endurgreiddar en inneignarnóta er gefin út ef vörum er skilað. Hægt er að skipta um stærð ef varan er til, ef hún er ekki lengur í sölu á síðunni www.proactive.is er ekki hægt að skila né skipta. 

Vinsamlegast hafið samband við Pro-Active.is með spurningar.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Vafrakökur

Með því að samþykkja skilmála Pro-Active um notkun á vafrakökum er okkur m.a veitt heimild til þess að:

- Bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna

- Að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum

- Að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar

- Að birta notendum auglýsingar